23.1.2010 | 15:13
Hver á skötuselinn?
Fulltrúum LÍÚ fannst þetta vera fín afsökun til að hleypa starfi nefndarinnar í uppnám. Fari endurskoðunarnefndin ekki að skila niðurstöðu þarf einfaldlega að slíta henni og þá útfæra stjórnvöld fyrningarleiðina .
En hvað skötuselin varðar þá gildir alls ekki það sama um kvótasetningu hans og sumra annarra stofna. Ráðherra virðist ætla að leyfa veiði á 4500 tonnum af skötusel á þessu ári. LÍÚ telur sig eiga fullt tilkall til þess magns. En tilfellið er nú að þegar skötuselurinn var kvótasettur var veiðireynsla útgerðanna um 1000 tonn og kvótinn var ákvarðaður 1500 tonn. Það var ekki um það ræða að verið væri að takamarka veiðina. Nei það var verið að úthluta ákveðnum aðilum heilmiklum verðmætum.
Varðandi þá ákvörðun að veiða 80% umfram ráðgjöf þá tel ég það mjög skynsamlegt. Ráðgjöfin byggir nefnilega ekki á neinum vísindum eða gögnum. Hafró veit afar lítið um stofninn og mælir með 2500 tonna takmörkun í varúðarskyni. Til hvers ættum við að vera friða skötuselin? Eigum við að fara að byggja upp risastóran skötuselsstofn með friðunum? Hefur einhverjum tekist að byggja upp stofn með friðunum? Svarið er stutt og einfalt NEI. Enn sem komið er hafa veiðar ekki haft neikvæð áhrif á skötuselsstofninn og þess vegna á að veiða hann. Við höfum, rétt eins og brjálæðingar, hlýtt ráðgjöf Hafró í 38 ár með hrikalegum afleiðingum. Við skulum bara veiða þennan stofn áhyggjulausir.
Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skötuselsfrumvarpið er allt ein þvæla sem getur ekki gengið eins og allt sem frá "álfinum" kemur og hans meðreiðarsveinum.Það segir sig sjálft að þegar ríkið er farið að hirða hluta þess afla sem fer inn fyrir borðstokkinn þá er hú að taka frá msnnskapnum um borð.Og það blasir líka við að skipum sem sækja um skötuselskvótann mun fjölga upp úr öllu valdi, og flutt verða og smíðuð skip til þess að taka þátt í þvælunni, og það mun stöðugt minnka sem hver og einn fær þangað til "álfurinn gefst upp og setur allan kvótan á uppboð.Og hvað þýðir það.Kauplausir sjámenn hjá hjaldþrota útgerð í gjaldþrota landi.
Sigurgeir Jónsson, 23.1.2010 kl. 16:00
Þetta er ekki sérstaklega gott frumvarp en þó tel ég þetta vera það skársta sem Jón Bjarna hefur gert í embætti. Í raun eina afsökunin fyrir veru hans í ráðherrastól.
En það er þó að nokkru tekið á framsali þarna, geymslurétti og tegundatilfærslum. Hvað skötuselinn varðar var eina góða lausnin að gefa veiðarnar frjálsar. Úr því það var ekki gert er þetta alls ekki versta sem hægt var að gera.
Þeir sem ekki geta leigt kvótann fyrir 20% af markaðsverði fisksins án þess að þurfa stela 40 kr. af áhöfninni eiga ekki að koma nálægt útgerð. Það hefði í öllu falli verið mun verra að úthluta þessu til núverandi handhafa, þeir hefðu leigt þetta frá sér að hluta og verðið trúlega verið hærra en 120 kr.
L.i.ú., 23.1.2010 kl. 20:07
Einfalt hefði verið að banna framsal innan ársins.Þá hefðu þeir sem ekki veiða sinn kvóta þurft að losa sig við hann eða veiða.Það liggur fyrir að ef "álfinum" dettur í hug, sem hann er vís til, að nota þessa aðferð við allar aðrar tegundir, að bjóða þær til leigu fyrir ákveðið verð þá mun skipum fjölga upp úr öllu valdi, þangað til það verða ekki nema nokkur kíló handa hverjum.Það liggur líka fyrir að núverandi kjarasamningar sjómanna miðast við að ríkið selji ekki frá sér aflaheimildirnar, þannig að verkföll munu dynja yfir ofan á allt annað."álfurinn" á að halda sig í Hólnum.
Sigurgeir Jónsson, 23.1.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.