Setur fyrningarleiðin útgerðina á hausinn?

Já að minnsta kosti ef flotinn verður bundinn við bryggju í mótmælaskyni.

Mér sýnist nú vera ákaflega létt verk að reikna útvegin í þrot eins og staðan er í dag. Stór hluti kórfélagana er nú þegar á hausnum.

 Sé það rétt að ekki megi hrófla við núverandi kerfi án þess að setja greinina á hliðina, m.a.s bara það að nefna breytingar setji allt í uppnám segir okkur að í raun séum við orðnir fangar kvótakerfisins. Hafa þá vopnin heldur snúist í höndum okkar. Hvernig má það vera að grein sem búið hefur við besta stjórnkerfi heims í 26 ár sé svo illa stödd? Getur verið að eftir að hafa búið við slíkan lúxus í aldarfjórðung þoli greinin ekki nokkra breytingu? Er þá ekki hugsanlegt að kerfið sé kannski ekki svo gott? Er það kannski rétt að það séu bara grínistar sem reka sjávarútveginn?

Það er helvíti hart að hugsa til þess að grínistarnir hafi þá komið okkur í skuldaánauð erlendra sem innlendra lánadrottna. Til hvers var verið atast í Bretum og öðrum Evrópuþjóðum á síðustu öld ef útkoman varð bara sú að í stað þess að þeir veiði fiskinn hér og sigli með hann heim til sín að þá veiðum við núna fiskinn sendum þeim hann og þeir hirða svo arðinn í formi vaxta? Er Íslendingum alls varnað?

Hefjist innköllun aflaheimilda á næsta ári þá setur það alveg örugglega ekkert þokkalega vel rekið fyrirtæki á hausinn. Verði 5% boðin upp og verðið á kvótanum nálægt 20% af markaðsvirði aflans eins og stendur til að leigja skötuselsheimildirnar á þá þýðir það að útgerðin verður að borga 1 heilt prósent af tekjum í leigu. Annað prósent árið eftir. Ég hefði svarið fyrir að bestu útgerðarmenn í heimi færu létt með það.

Svo er það þessi makalausa fullyrðing að kórinn fari allur á hausinn, hún bara stenst ekki. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda annarri eins vitleysu fram þegar fólk er að reyna að ræða alvöru mál? Setjum sem svo að þrjú stærstu fyrirtækin fari lóðbeint í þrot, sem ég vona svo sannarlega að gerist ekki, þá losnar um 20% kvótans við það. Það getur ekki annað verið en að það gagnist þeim sem eftir standa. Allir í þrot fullyrðingin er út-úr-kú.


mbl.is Vara við fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað eru margir sem eiga kvóta og ekki veiða hann sumir hafa aldrei farið á sjó.

gisli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: L.i.ú.

Ég hef engar tölur um það. Fiskistofa ætti að vita það en ég hef enga trú á að þeir gefi það upp. Ég held reyndar að það séu tiltölulega fáir sem gera það þó ég viti um nokkra slíka.

L.i.ú., 28.1.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband