Atkvæðagreiðsla og hvað svo?

Eðlilegt er að spyrja sig hvort óhætt sé að kjósa um stjórn fiskveiða. Margir segja að ekki eigi að breyta því sem að vel gengur. Aðrir óttast stjórnleysi og ofveiði verði lög þessi felld úr gildi.

Hvað mun gerast verði núverandi lög um stjórn fiskveiða felld úr gildi? Í fyrsta lagi geta landsmenn verið rólegir þar sem þetta þýðir ekki óstjórn og ofveiði. Ennþá yrðu í gildi lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og samkvæmt þeim er hægt að stjórna hvaða veiðarfæri má nota hvar og hvenær. Jafnframt því má setja reglur um möskvastærð og annað er þurfa þykir. Því þarf ekki að óttast stjórnleysi. Að auki má geta þess að þrátt fyrir að við búum yfir afar fullkomnum og afkastmiklum skipum þá er fiskiskipaflotinn orðinn ansi rýr svo sem sjá má að hve mikill kvóti er vannýttur ár eftir ár. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af því að að stofnar yrðu ofveiddir þrátt fyrir að lögin yrðu felld úr gildi.

 Þess ber líka að geta að engin fiskistofn hefur verið ofveiddur svo vitað sé. Viti lesendur betur bið ég um upplýsingar um það. Þau dæmi sem oftast eru nefnd um ofveiði eru þorskurinn við Nýfundnaland og hrun síldarinnar við Ísland á 7. áratugnum. Hvað varðar þorskin við Nýfundnaland þá er vitað að það urðu miklar breytingar í náttúrunni og fiskurinn hvarf, þrátt fyrir að aðeins hafi verið veidd 20% af áætlaðri stofnstærð þar. Aflabrögð höfðu hinsvegar aldrei verið betri en árið ´92 sem var síðasta árið sem veiði var stunduð þar og slíkt bendir sannarlega ekki til þess að um ofveiði hafi verið að ræða. Annars bendi ég áhugasömum lesendum á síðu Jóns Kristjánssonar; fiski.blog.is. Síldin okkar blessuð átti að hafa verið ofveidd af 30 metra löngum bátum með fremur frumstæðum fiskleitartækjum, 6-700 ha vélum, þeir voru án hliðarskrúfu og notuðust við afar litlar síldarnætur. Þar voru heldur engin ummerki ofveiði. Síldin kom eitt árið og mokveiði var en árið eftir kom hún ekki. Ekkert nýtt við það, svona er hún dyntótt. Fjöldi skipstjóra sem voru við veiðar þarna segja auk þess að þeir hafi heldur betur séð til síldar þeir hafi bara ekki átt möguleika á að ná henni með þeim búnaði sem þeir réðu yfir. 

Í mínum huga er enginn vafi á því að óhætt sé að kjósa um lög þessi. Fjarri sanni er að segja að okkur vegni vel með núverandi stjórn fiskveiða. Útgerðin á hausnum og aflaheimildir í lágmarki. Þrátt fyrir að veiðar gangi afar vel þá virðist "líkan" (er reyndar bara jafna, en það hljómar betur að kalla jöfnuna stofnstærðarlíkan) Hafró ekki verða vart við þessa fiskgengd. Því er óhætt að segja að illa hafi gengið og engin ástæða til að halda áfram á sömu braut.

Að ógleymdu þá eru mannréttindi fótum troðin og ekki hirt um jöfnuð og atvinnufrelsi í landinu.

Nú fremur en nokkurn tímann þurfum við á auðlindum okkar að halda.

Stöndum vörð um rétt okkar og auðlindir. Stöndum vörðu um atvinnufrelsi og jafnræði í landinu. Nú er um að gera að fara inná http://thjodareign.is  skrá sig á listann þar og krefjast atkvæðagreiðslu um núverandi kerfi. Stöndum saman og tryggjum yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Þær eru sameign okkar og á ekki að framselja til einkaaðila.


mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband