14.10.2009 | 11:26
Hafró og gengi krónunar.
Það er vissulega góðar fréttir að verðmæti aukist á milli ára. Aflinn í september er rúmlega 9000 tonnum meiri í ár en í fyrra. En betur má ef duga skal. Núna vantar okkur gjaldeyri og við þurfum að skapa fleiri störf. Ódýrasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að stórauka veiðar nú þegar. Því miður var það eitt af fyrstu embættisverkum Jóns Bjarnasonar að setjast niður og skrifa ICES bréf þar sem hann lofar því að nota 20% aflareglu næstu árin. Þetta er auðvitað kostulegt loforð þar sem útilokað er að Jón Bjarna frekar en nokkur annar viti hvað stofninn er stór og þar af leiðandi er útilokað að vita hvað 20% er mikið.
Meðan við höldum okkur föstum í útreikningum ICES og Hafró þá erum við á sama tíma að samþykkja það að þessar stofnanir, sem þekktar eru fyrir ónákvæmni og villur, fái einna mestu ráðið um gengi íslensku krónunnar. Því það er nú svo að ef við aukum veiðar þá styrkist krónan um leið. Náist að styrkja krónuna á þann hátt mætti væntanlega lækka stýrivexti, létta á gjaldeyrishöftum og lækka greiðslubyrði erlendra lána. Það er mikið til vinnandi.
Starfsmenn Hafró geta leyft sér að koma á hverju einasta ári fram með skýrslu sem segir að þeir telji sig hafa haft rangt fyrir sér á árinu á undan. Árlegt endurmat heitir það hjá þeim og þeir hafa aldrei þurft að verja þá vitleysu.
Meira veitt og aukin verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.