Ætli sólin hætti líka að skína?

Það vantar ekki varúðarorð LÍÚ manna nú um stundir. Allt fer í kaldakol með þessari leiðréttingu. Þó vantar alveg að þeir útskýri hvernig á þessum hamförum stendur. Fjandi auðvelt að slá því fram að bankar fari í þrot og að byggð leggist af, en það er útilokað fyrir þá að rökstyðja þessa þvælu.

Þegar starfsmenn og tækjabúnaður verður aftur orðinn helstu verðmæti útvegsfyrirtækja verður fyrst hægt að tala um atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkafólks. Þau verðmæti verða ekki flutt í burtu í einum vettvangi. Þá þurfum við ekki að horfa á aðfarir eins og á Flateyri þegar kvótinn hvarf þaðan í annað sinn. Eða þegar Eskfiðingur einn vildi fara að sýsla með 4000 milljónir í London og í framhaldinu lagðist af bolfiskvinnsla á staðnum. 

 Engu að síður halda kvótaeigendur því fram að það sé með hagsmuni sjávarþorpanna að leiðarljósi sem þeir vilja óbreytt kerfi. 

 Það er eins gott að nú standi stjórnarliðar í fæturna og leiðrétti þetta óréttlæti og þessi mannréttindabrot. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvað verður á borð borið fyrir okkur á sunnudag.

  Gleymum því ekki að mannréttindi verða ekki vegin á skálum hagfræðinnar. 


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband