28.3.2010 | 16:23
Nú er lag.
Það er einfalt að leyfa frjálsar krókaveiðar. Þá þarf ekki að mismuna neinum og ekki að eyða löngum stundum í að velta fyrir sér úthlutun á heimildunum. Svo væri sjálfsagt að ríkið legði gjald á landaðan afla og hefði þar með einhverjar tekjur af þessu.
Það væri allavega góð byrjun að taka allar þessar fífla takmarkanir af fyrirhuguðum strandveiðum. Óskiljanlegt að leyfa handfæraveiðar en jafnframt að gera þær eins óarðbærar og hugsast getur með kolvitlausum reglu.
En allavega er stjórnin á réttri leið í þessu. Kemst þó hægt fari (vonandi)
Athugað hvort hægt er að auka aflaheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afleitt að þurfa að karpa um jafn sjálfsagðan hlut og þennan. Ætli nokkur geti fært til þess rök að frjálsar handfæraveiðar geti ógnað viðgangi botnfisks við Ísland?
Hvernig stendur á því að sprenglærðir vísindamenn geta orðið þjóðinni til meira tjóns en náttúruhamfarir?
Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 18:23
Sæll Árni og takk fyri innlitið. Auðvitað á ekki að þurfa að karpa um þetta. Hanfæraveiðar ógna engu nema óskiptum eignarétti fárra á auðlindinni. Allar þessar vitleysis reglur um 650 þorskígildi á dag, fimm dagar í viku, ekki meira en 14 tímar í einu, mismunun þegnanna á grunni búsetu sem ákvarðar verða með reglugerð eru bara til að friðþægja núverandi kvótahafa. Þrátt fyrir góða viðleytni Jóhönnu og Jóns Bjarna þá vilja þau frekar halda útgerðum þessara báta á horriminni og jafnvel borga fjölda fólks atvinnuleysisbætur heldur en að virða þessi sjálfsögðu réttindi manna til atvinnu. Allt til þess að stugga ekki um of við kvótahöfunum. Þetta er óþolandi.
L.i.ú., 29.3.2010 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.