Loksins góðar fréttir.

Það er full ástæða til að óska Jóni Bjarnasyni og ríkisstjórninni til hamingju með þetta. Gott að þau létu ekki stöðva sig í þessu máli. Viðbrögð SA eru með ólíkindum. Hvernig geta auknar aflaheimildir ógnað stöðugleikasáttmálanum? Það er augljóst hverra hagsmuna þau gæta.

Það er við ramman reip að draga fyrir ríkisstjórnina að gera breytingar á þessu handónýta fiskveiðistjórnarkerfi okkar. Ekki aðeins er við LÍÚ að eiga heldur líka flesta þingmenn sjálfstæðis og framsóknarflokks sem og SA og að ógleymdu þá er Arnar Sigurmundsson formaður Landsamtaka lífeyrissjóða en sem kunnugt er þá er hann einn harðasti kvótasinni landsins.

Margir hafa áhyggjur af því að kerfisbundið sé verið að ofveiða stofninn. En hver getur sagt til um það hvað má veiða úr stofni af óþekktri stærð? Hingað til hefur það ekki gert okkur nokkurt gagn að fara að ráðum Hafró. Ég man ekki eftir mótmælum LÍÚ vegna úthlutunar á skrápflúru þar var ráðgjöfin 200 tonn og aflamark 920 tonn! Það er víst heldur meira en 80%. Fiskveiðiárin 2000/2001 og 2001/2002 var veitt 30% og svo 50% umfram ráðgjöf í ýsu allt með velþóknun og vilja LÍÚ og það sem meira er að það varð upphafið að mestu ýsuveiði síðan byrjað var að stjórna veiðum hér við land. Í kjölfar "ofveiðinnar" þessi ár kom 2003 árgangurinn sem er sá sterkasti sem við höfum séð og hélt uppi ýsuveiðinni á síðustu árum. Reyndar afsannaði Hafró eigin kenningar í ýsunni. Við fengum risastóran ýsustofn og þar með stóran hrygningarstofn í ýsu en allt kom fyrir ekki það þurfti aftur að draga úr veiðinni þegar ´03 árgangurinn datt út. Semsagt stór hrygningarstofn þýðir ekki endilega góð nýliðun.

Mikið ég hlakka til að komast á skötuselsveiðarnar í ár og á eftir að greiða leigu til þjóðarinnar með mikilli ánægju. Það er gaman að eiga bát í dag:)

 Sýnum viljann í verki. www.thjodareign.is 


mbl.is Skötuselsfrumvarp að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nýlega sá ég orðið "Íslandsheilkennið" notað hér á blogginu og þá í sambandi við skoanakönnun. Í þeirri könnun fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40% fylgi.

Mér hefur alltaf verið óskiljanlegt hvernig fólkið í sjávarbyggðunum gat fundið sér ástæður til að kjósa stjórnmálaafl sem hindraði það við að nýta réttinn til að bjarga sér á auðlind sjávarins.

Í fyrsta sinn í áratugi hef ég séð á prenti:

"Það er gaman að eiga bát í dag"

Til hamingju með þessi tímamót!

Árni Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 09:12

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ríkisstjórnin er ekki sú verklagnasta, en þó má lofa þau ef þau halda áfram á þessari braut. Viðleitni xD til að viðhalda kvótakerfinu er svo skelfilegt dæmi sjálfseyðingar að ég sagði mig úr flokknnum á mánudaginn, þar sem ég hef þó verið alla mína hunds og kattartíð.
Mér hugnast hins vegar ekki að taka ekki afstöðu og gekk því í xF, enda hef ég mikla trú á nýjum formanni þess flokks og sýnist stefnan smellpassa í helstu atriðum. Ég hvet aðra líkt hugsandi í kvótamálum að gera slíkt hið sama (bið jafnframt forláts færslueiganda að misnota hans vettvang fyrir slíkan málflutning).

Haraldur Baldursson, 24.3.2010 kl. 14:13

3 Smámynd: L.i.ú.

Sælir strákar og takk fyrir innlitið.

Tek undir þetta Árni ótrúlegt að kjósa yfir sig flokk sem veigrar sér ekki við að leggja þorpið þitt í auðn. Það er með öllu óskiljanlegt.

Það þarf nú ekki að biðjast afsökunar á því að færa góðar fréttir hér Haddi. Batnandi mönnum er best að lifa og ég tek heilshugar undir það að Sigurjón er fínn í þetta og ég vona að Frjálslyndir nái vopnum sínum á nýjan leik.

L.i.ú., 27.3.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband