Flotinn í land!

Nú hótar Friðrik J. því að flotinn muni sigla í land vogi stjórnvöld sér að standa við loforð sitt um að færa þjóðinni aftur auðlind sína. 

Nú er hanskanum kastað. Um að gera að láta þá standa við stóru orðin. 

En hvað geta stjórnvöld gert standi þeir við stóru orðin? Nú einfaldlega myndi ráðherra fella úr gildi reglugerð nr 676/2009 og þar með væri engin kvóti á fiskistofnum við Ísland. Enda þarf ekki að takamarka veiðar úr stofni sem engin sækir í.

 Síðan gæti Alþingi numið úr gildi lög nr. 116/2006 kvótalögin illræmdu.

 Menn eiga að hafa vit á því að vera að hóta því sem þeir eru ekki menn til að standa við. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Útgerðin er svo skuldsett að mig grunar að pirringurinn hjá LíÚ snúist um óþol hvað afskriftir gangi hægt frekar en örlitlar árlegar afskriftir á veiðiheimildum.

Síðan er það annað mál sem brennur á mönnum en það er gjaldeyrisbraskið þar sem fyrirtæki fóru fram hjá gjaldeyrishöftunum.  

Sigurjón Þórðarson, 15.1.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: L.i.ú.

Nóg held að sé nú samt afskrifað hjá þeim þó það virðist vera meira um að stofnuð séu ný fyrirtæki sem flytja allar eignir og hluta skuldana með sér.

Þetta er akkúrat öfugt við Færeyinga sem sigldu í landa af því að þeir vildu ekki kvótakerfi.

L.i.ú., 15.1.2010 kl. 08:52

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til þess að lögin um aflaúthlutun á skip falli úr gildi þarf Alþingi að setja lög þar um.Það er ekki þingmeirihluti fyrir því á Alþingi.Þannig að Ólína þorvarðardóttir er að bulla og líka fleiri.Það ar Alþingi og Íslandi til skammar að fólk eins og Ólína skuli sitja í sjávarútvegsnefnd.Það er skrípaleikur.Því til viðbótar myndu skella á ríkinu himinháar kröfur frá bönkunum vegna þess að kvótinn er mestallur veðsettur til 15-20 ára.Þannig að það eru fífl sem halda að einhver taki mark á Ólínu.Allann flotann í land, svo hægt sé að fara að tala við þetta lið.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2010 kl. 16:13

4 Smámynd: L.i.ú.

Bölvaður þvættingur er þetta í þér. Aflahlutdeild er ekki neitt sé afli ekki takmarkaður í viðkomandi stofni. Sé engin að sækja í viðkomandi stofn þarf ekki að takmarka veiði á þeim stofni. Reglugerðin sem ég vitna í er um hámarksafla í Íslandi fiskveiðiárið 2009/2010.

Hvað varðar kröfur frá bönkunum verði þessu breytt þá held ég að það yrði þungt undir fót hjá bönkunum að sækja það þar sem ekki er heimilt að veðsetja kvóta. Skipin sem kvótinn er á eru veðsett og það er ekkert verið að breyta því.

L.i.ú., 23.1.2010 kl. 21:05

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lögin um stjórn fiskveiða eru æðri reglugerðinni.Þau verða ekki felld úr gildi nema með öðrum lögum.Spurðu "álfinn". Það er næsta víst hvert svar hans verður.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2010 kl. 22:37

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvað sem sagt verður um "álfinn þá er það öruggt að það síðasta sem hann myndi gera væri að gefa einhverja veiðar frjálsar, frekar en aðrir í VG.Það samræmist einfaldlega ekki stefnu flokksins um sjálfbærar veiðar og umhverfisvernd.Svo allir geta hætt að láta sig dreyma um frjálsar veiðar undir stjórn VG.Umhverfisvernd og eftirlit er mottóið þar á bæ.Og helst eiga menn að veiða á árabátum.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2010 kl. 22:47

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lög um að kvóti fylgi skipi við veðsetnningu voru sett 1998.Þau eru í fullu gildi.Kvóti verður ekki hreyfður af skipi nema veðhafi leyfi.Samkvæmt lögum, má enginn veðsetja neitt nema hann eigi það.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband