Nenna þeir þessu eitthvað frekar?

Er nokkur furða að fáir sæki sér menntun sem skipstjórar í dag? Hvað er í boði í dag fyrir það unga og áhugasama fólk sem vill vinna við sjávarútveginn, ef mamma og pabbi eiga ekki kvóta? Það umhverfi sem blasir við fólki í dag er að það er útilokað að koma fótunum undir sig í eigin rekstri. Þá er möguleikinn sá að verða launamaður alla ævi. Þurfa að beygja sig í einu og öllu undir vilja kvótahafa. Þurfa að búa við það að hvenær sem er getur sú staða komið upp að útgerðarmaðurinn sé búinn að hagræða kvótanum til fjandans. Þurfa að vinna í handónýtu mannskemmandi umhverfi, undir lögum sem brjóta mannréttindi og er á allan hátt illmögulegt að sætta sig við. Þurfa sem skipstjóri að vera á sífelldum flótta undan þorski sem flæðir grindhoraður um öll mið.

Sem betur fer á ungt fólk kost á huggulegra starfsumhverfi en þetta.  

 Svo virðist að afkomendur kvótaeigenda sæki meira í að fara í háskóla til að verða viðskiptafræðingar, stjórnmálafræðingar eða eitthvað annað álíka. Sýna sjósókn a.m.k. takmarkaðan áhuga, ætla ekki að taka við fiskiskipum en hafa mun meiri áhuga á að taka við kvótanum. Það er oft talað um að 3. ættliður komi rekstri á vonarvöl.

Hvað er framundan hjá atvinnugrein sem er lokuð fyrir nýliðun?


mbl.is Verða Kínverjar eða Spánverjar skipstjórar á íslenskum skipum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvað er nýliðun í sjávarútvegi.Sjávarútvegur er ekkert annað en rekstur sem á að bera sig.Ég veit ekki til þess að það sé neinn skortur á skipstjórnarmönnum á íslensk fiskiskip.En það er búið að ganga frá íslenska fragtflotanum. Hann er nú allur, eða því sem næst skráður erlendis og á honum starfa örfáir íslendingar,þar er enginn kvóti.Þetta kjaftæði um nýliðun í sambandi við rekstur íslenskra fiskiskipa er ekkert annað en bull.Það hefur aldrei verið meiri framþróun í íslenskum sjávarútvegi hvað snertir rekstur fiskiskipa en síðustu árin.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En þessu til viðbótar, þá var mikill skortur á skipstjórnarmönnum og vélstjórum fyrir daga kvótakerfisins, oft heilu auglýsingartímarnir á rúv.Það heyrist ekki lengur.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Er hann byrjaður....

Góð grein hjá þér JG

Þórður Már Jónsson, 21.10.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En það er til auðveld leið til að flæma íslenska sjómenn í land.Það er leið Samfylkingarinnar, Fyrningarleiðin.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Svona menn eins Sigurgeir gleðja mig þó hann pirri marga með fáránleika sínum. Menn gæddir slíkri afburða heimsku gefa mér óendanlega gleði. Haltu endilega áfram að gleðja mig og fleiri með þinni óendanlegu fáfræði.

Þórður Már Jónsson, 21.10.2009 kl. 23:23

6 identicon

svakalega er þessi sigurgeir þunnur,setur ekkert í samband færri og færri skip  og mannaráðningar? auðséð að maðurinn þekkir ekkert til sjávarútvegs nema eftir lestur.

arni (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 00:30

7 Smámynd: L.i.ú.

Ég þakka fyrir innlitið og athugasemdirnar. Og ég þakka þér Sigurgeir alveg sérstaklega fyrir þínar aths. Þar sem mér er sjaldnast hlátur í hug þegar fjallað er um íslenska fiskveiðiÓstjórnarkerfið þá eru svona innlegg þegin með þökkum. Gildir einu hvort þú sért húmoristi og setur þetta fram í gríni eða sért virkilega að meina þetta, fyndið á hvorn vegin sem er en þó sýnu skondnara ef þú meinar þetta. Þér er einnig velkomið að setja inn málefnalegar athugasemdir hér.

L.i.ú., 22.10.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband