Kvótaleiga.

Eins og ég hef áður sagt tel ég þetta frumvarp einu afsökun fyrir veru Jóns Bjarnasonar í ráðuneytinu. Þrátt fyrir að það sé fjarri því að vera gott þá er það til mikilla bóta. Auðvitað hefði hann átt að sleppa því að kvótabinda skepnuna.

Skötuselurinn stendur fjandi þvert í sjálfstæðis- og LÍÚ mönnum. Þar snýst deilan í raun bara um eignarhaldi á kvótanum. Aflamark í skötusel hefur verið flutt á milli skipa í miklu magni og svo dæmi sé tekið af fiskveiðiárinu 06/07 þá var úthlutað 3000 tonna aflamarki en 3138 tonn voru flutt á milli skipa. Það hefði nú verið munur fyrir kvótahafana ef kvótinn það ár hefði verið 4500 tonn. Því er ekki forsvaranlegt að úthluta þessu núna byggt á aflahlutdeild. Hvað varðar þau áform að veiða 80% umfram ráðgjöf þá er það án vafa mjög ábyrg ákvörðun hjá ráðherra. Í fyrsta lagi liggur alveg fyrir að Hafró hefur engin gögn til að byggja ráðgjöfina á en leggja til í varúðar skyni  að ekki sé meira veitt en 2500 tonn. Þetta er bara skot útí loftið hjá þeim. Þetta er augljóst merki þess að stjórnvöld séu að gera sér grein fyrir að lítið er gefandi fyrir góð ráð Hafró.

Einar Kristinn sýndi enn og aftur úr hverju hann er gerður. Talaði fyrir hagsmunum stórútgerðar en bar fyrir sig umhyggju fyrir einstaklingsútgerð.  Sú takmörkun sem verið er að gera td. á geymsluheimild er býsna áhugaverð. Auðvitað dregur það úr hagkvæmni að fá ekki að flytja afla á milli ára. Einar K. jók þetta hlutfall fyrir fáeinum árum vegna þess ósamræmis sem var í aflaheimildum og aflabrögðum. Þegar Hafró einu sinni sem oftar hafði talið skakkt var ekkert samræmi í hvað kom í veiðarfærin og þess sem var úthlutað. Í þeirri lofgjörð sem á sér stað um hagkvæmni kvótans gleymist það nefnilega að hagkvæmast er að veiða það sem kemur hverju sinni í veiðarfærin. Þegar Hafró reiknar skakkt fara menn að veiða með mun meiri tilkostnaði þar sem þeir þurfa að eltast við fyrirfram ákveðna aflasamsetningu.

Í annarri frétt á mbl.is um sama mál var þetta.

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi það harðlega að ekki ætti að eyrnamerkja fjármunina sem auknar fiskveiðiheimildir muni skila í ríkiskassann sérstaklega í atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi á landsbyggðinni.

Skil ég það rétt að hann sé að stinga uppá að úr því að núverandi handhafar kvótans fái þessu ekki úthlutað skuli í guðs blessuðum bænum nota aurinn í ríkisstyrki þeim til handa? Það væri gaman að vita í hvaða verk ætti að úthluta slíkum styrkjum.


mbl.is Segir frumvarpið ógna stöðugleikanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband