Sumir læra aldrei.

Það er með ólíkindum hvernig hægt er að hafa fólk að fíflum. Það er ljótt að viðurkenna það en ég gat ekki varist hlátri við að lesa þessa grein. Kjáninn trúði þessu. Ætli þokkalega skynsamt fólk myndi trúa þessu? Það er líka sagt frá pari sem sendi B&O sjónvarp til Nígeríu ekki alls fyrir löngu. Ekki hefði ég tímt því tími ekki einu sinni að kaupa mér sjónvarp frá B&O

 En það eru fleiri en Danir sem falla fyrir þessu. Ég skrifaði færslu hér fyrr í vetur undir fyrirsögninni Nígeríusvindl. http://liu.blog.is/blog/liu/entry/960808/

 

Í lok greinarinnar er sagt frá því að maðurinn muni hvorki endurheimta peningana né símann. 

En ætli við munum endurheimta fiskistofnana?

 


mbl.is Enn fellur fólk fyrir Nígeríusvindli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það féllu nú þúsundir manna fyrir svipuðu svindli hér á landi. Það voru bara ekki Nígerímenn heldur Bankamenn sem stóðu fyrir svindlinu.

Kristján (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Gunnar. Við fáum aftur fiskistofnana og kvótan þegar þjóðin fer að kjósa um réttlætismál eins og kvótabraskið sem almengur á Íslandi er að sjálfsögðu á móti. Það er ástæða vandræðanna í dag.

Þess vegna lenda þeir nú í sinni eigin snöru sem heimtuðu þjóðaratkvæðagreiðslu vegna mikilvægi réttlætis, en ætla nú að mótmæla til baka eins og Bjarni Ben. er að mæla með af einhverjum undarlegum ástæðum.

Réttlæti er einungis þegar það gildir fyrir alla aðila en ekki bara suma sem telja sig vera rétthærri eða yfir aðra hafnir að einhverju leyti. Það eru allir jafn mikilvægir.

Kristinn pétursson er búinn að reyna mikið að segja Íslendingum sannleikann um fæðuskort fiskistofna. Hættum að trúa lyginni og hafna sanneikanum. Of-menntuðu bók-mennta-mennirnir í hafró hafa annað hvort ekki vit á þessum málum, eða þeir eru með í svindl-þjófa-liðinu sem ennþá gengur laust og skaffar sér hindrunar-laust áfram af auðæfum almenningseigna kinnroða-og blygðunarlaust. Hvaða erlendar þjóðir ætli séu nógu vitlausar að treysta svona þjóð?

En ef við leggjumst öll á eitt og stöndum saman að réttlæti þá sigrar réttlætið. Hlustum ekki of mikið á pólitískar raddir í fjölmiðlum. Pólitíkin leiddi okkur í þessi ósköp og er ekki til þess nýt að leiða okkur almenning úr vandanum.

Enginn er fullkominn en það er nú bara að hugsa um sem mest réttlæti fyrir alla og hegna þeim ekki of mikið sem hafa lítið á samviskunni, á meðan stóru þjófarnir kaupa sér áfram rétt til að stela og svindla.

Ofurlaun fá svo þessir bófar. Hér dugar ekkert annað en málefnanleg barátta almennings. Orð eru til alls fyrst. Sumir segja "ég veit og ég þekki en ætla ekki að segja neitt" Hvernig er hægt að vita eitthvað og hafa samvisku í sér að þegja? Ég skil ótta fólks en það tekur ekki betra við ef við hylmum yfir ódæðisverk.

Allar ópólitískar og velviljaðar meiningar hjálpa. Byrgjum brunnin áður en fleiri detta í hann. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: L.i.ú.

Já vonandi fáum við aftur fiskistofnana aftur í fyrirsjánlegri framtíð. Því miður lítur út fyrir að til þess að fá helmingaskiptaflokkana að lausn Icesave dellunar hafi þurft að draga fyrirhugaða fyrningu kvótans til baka. Engin vafi er á að þetta hugnast Bjarna og Sigmundi vel, engin þjóðaratkvæðagreiðsla og þeir ná sínu fram.

Það er í raun ótrúlegt og óskiljanlegt að jafn vinsælt mál meðal kjósenda, sem lagfæring á þessum kvótalagabastarði er, sé ekki sett í forgrunn núna.

Ég veit ekki hvað skal segja um starfsmenn Hafró, ég get með engu móti skilið hvað á sér stað í hausnum á þeim. Við skulum hafa það í hug að þeir eru undir stjórn LÍÚ, það kemur glögglega í ljós þegar skoðað er hverjir eru stjórnarmenn þeirrar stofnunar. Og aldrei hafa Hafró snillingarnir látið svo lítið að reyna að svara gagnrýni Kristins P. og Jóns Kristjánssonar.

Ég tek undir með þér að við verðum öll að leggjast á eitt og krefjast réttlætis. Því miður var það svo á undanförnum árum að flestum virtist standa á sama um óréttinn sem viðgengst í kvótakerfinu enda bitnaði það óréttlæti á einhverjum öðrum.

L.i.ú., 14.1.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband